top of page
SÝNINGIN SKIPIN OG HAFNIRNAR VIÐ FAXAFLÓA

...þá held ég fleyi til hafnar...

SKIPIN

Hér er stiklað á stóru um nokkur skip sem sýnd eru á sýningunni.

HAFNIRNAR

Hafnirnar við Faxaflóa eru  Reykjavíkurhöfn, Sundahöfn, Akraneshöfn, Grundartangahöfn og Borgarneshöfn.

 

MYNDIR

Hér gefur að líta nokkrar ljósmyndir frá sýningunni.

 

Miðbakki sýning

Sjómannadagurinn 2018

Árleg sýning Faxaflóahafna lætur nú dagsins ljós á Sjómannadaginn 2018.

 

...þá held ég fleyi til hafnar...

SKIPIN OG HAFNIRNAR VIÐ FAXAFLÓA

 

Nafnið er tekið úr Síldarvalsinum skemmtilega en hugmyndina að nafngiftinni átti Gísli Gíslason Hafnarstjóri Faxaflóahafna. Þetta var skemmtileg tillaga sem sótt er í tilvitnun úr síldarvalsinum og þótti tilheyra vel efnistökum sýningarinnar. Síldarvalsinn er birtur hér til gamans og heiti sýningarinnar kemur fyrir í seinna versi valsins.

 

Síldarvalsinn

Syngjandi sæll og glaður,
til síldveiða nú ég held
það er gaman á Grímseyjarsundi
vð glampandi kvöldsólareld.
Þegar hækkar í lest og hleðst mitt skip
við háfana fleiri og fleiri,
svo landa ég síldinni sitt á hvað
á Dalvík og Dagverðareyri.

Seinna er sumri hallar 
og súld og bræla er, 
þá held ég fleyi til hafnar,
í hrifningu skemmti ég mér.
Í dunandi dansi, við dillandi spil
og dansana fleiri og fleiri
því nóg er um hýreyg og heillandi sprund
á Dalvík og Dagverðareyri.

Steingrímur Sigfússon / Haraldur Sófaníassson

 

Sýningin

Að þessu sinni er fjallað um skipin og hafnirnar við Faxaflóa. Sýningarspjöldin innihalda stiklur úr sögu íslenskra skipa og hafna við Faxaflóa. Stiklað er á stóru í þróun hafnanna og þeirra skipa er höfðu viðkomu eða áttu heimahöfn í Reykjavík, og öðrum höfnum, við Faxaflóann svo sem í Sundahöfn, Akraneshöfn, Borgarneshöfn eða Grundartangahöfn.

 

Saga skipanna er ekki tæmandi í svo stuttri sýningu en mismunandi skipum eru gerð skil, skip sem eiga merka sögu á einhvern sögulegan hátt eða eru sérstök fyrir það hlutverk sem þau gengdu. Saga sem kannski er ekki öllum kunn. Þar má nefna sérhæfð skip, allt frá kútterum til kafbáta sem gefur góða vísbendingu um þá fjölbreytni sem einkennt hefur skipasögu landsins og þátt hafnanna í þeirri sögu. En hafnirnar hafa  gegnt mikilvægu hlutverki í þessari þróun sem skipin eru þáttakendur í svo sem kafbátar frá Þýskalandi í Reykjavíkurhöfn rétt fyrir yfirvofandi stríð, afar sérstakt síldarbræðsluskip sem var þátttakandi í síldarævintýrinu og svo mætti lengi telja.  Reykjavíkurhöfn með sinni miklu og löngu sögu tengist miklum meirihluta þessarra skipa en verandi höfn höfuðborgarinnar er það fyrsti viðkomustaður flestar skipa sem erindi eiga til landsins. 

 

Mörg skipanna hafa verið algeng sjón í höfuðborginni og margar skemmtilegar myndir má sjá af þessum skipum.  Fyrir áhugafólk um þróun og sögu er þessi upprifjun skemmtileg innsýn í horfinn tíma sem birtist þó ljóslifandi í nýjustu skipunum sem koma nýsmíðuð um langan veg eitt af öðru til hafnar. Þau skapa áframhaldandi sögu framtíðarinnar.

 

Höfundar vona að áhorfendur hafi haft gagn og gaman af þessari upprifjun.

HAFÐU SAMBAND

Hafirðu athugasemd eða vilt koma á framfæri upplýsingum sendu tölvupóst gegnum formið hér á síðunni.

Sendu tölvupóst með því að fylla út formið hér að neðan 

Erindið hefur verið móttekið/Message received.

contact
bottom of page