top of page

REYKJAVÍKURHÖFN

 ÞAR SEM HJARTAÐ SLÆR - ÖRLAGASÖGUR ÚR LÍFÆÐ BORGAR

   

KAN 001 116 3-1.jpg

REYKJAVIK HARBOUR WHERE THE HEART BEATS   - STORIES OF FATE - CITY´S LIFELINE

SERVICES
ABOUT
FRÓÐLEIKUR UM HORFNA TÍMA
EXHIBIT ON TIMES GONE BY

Á þessari sýningu Faxaflóahafna gefur að líta innsýn í horfna tíma. 

A view of events that shaped the nation

02

Sýning við Miðbakka  

ÖRLAGASÖGUR

REYKJAVÍKURHÖFN LÍFÆÐ BORGAR

Hin árlega sýning Faxaflóahafna fyrir Sjómannadaginn er að þessu sinni helguð örlagasögum úr íslensku samfélagi sem á einn eða annan hátt tengdust lífæð borgarinnar, Reykjavíkurhöfn.

Sýningingin ber heitið:

Reykjavíkurhöfn – Þar sem hjartað slær – Örlagasögur úr lífæð borgar.

Um er að ræða frásagnir af viðburðum í daglegu lífi Íslendinga á árum áður. Fjallað er um merka viðburði er höfðu áhrif til breytinga á íslenskt samfélag og einstaklinga sem þátt tóku.

 

Frásögn um vesturfara sem fluttu á brott til Bandaríkjanna og Kanada í leit að nýju lífi.  Lýsing á aðstæðum þeirra um borð í skipum sem fluttu þau vestur um haf, byggt á dagbókarbrotum þess tíma. 

 

Koma Þjóðverja þann 8. Júní 1949, þegar 130 konur og 50 karlmenn sem hingað komu á vegum Búnaðarfélagsins til hjálpar í sveitum landsins, en alls komu 314 landbúnaðarverkamenn til þeirra starfa. Þetta var stærsti hópur útlendinga sem komið hafði til Íslands fram að þeim tíma, fyrir utan hernámslið Breta og Bandaríkjamanna. Margir settust hér að fyrir fullt og allt og fyrir tíu árum voru afkomendur Þjóðverja taldir a.m.k. 2000 manns. Haldið er uppá 70 ára afmæli þessa viðburðar hér á landi undir heitinu Koma Þjóðverja – Tveir heimar.

 

Frásögn af komu Lindbergh flugkappa og Balboa flugmálaráðherra Ítalíu til landsins sem jók áhuga á flugi til og frá Íslandi.  Fánamálið er frásögn um  lítið atvik er hafði mikil áhrif á land og þjóð og flýtti fyrir sjálfstæði landsins.

Örlög þúsunda hesta sem fluttir voru út til Bretlands til að mæta örlögum sínum í kolanámum þess tíma. Að auki eru aðrar fróðlegar frásagnir sem skemmtilegt er að rifja upp.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sýningin er tvískipt og á minni sýningarspjöldum er fjallað um komu vísindaleiðangra til landsins og forvitinna ferðamanna þegar landið var að mestu ókannað.

 

Eftir komu fyrsta breska vísindaleiðangursins hingað til lands í lok 18. aldar, jókst mjög áhugi á landi og þjóð. Í kjölfarið komu fjölmargir hópar til landsins á 19. öld. Þeir vildu kynnast náttúru landsins, mannlífinu og ekki síst, fornbókmenntunum. Fjallað er um þessar heimsóknir og stuðst við bækur sem þessir ferðalangar gáfu út í heimalandinu eftir ferðina til Íslands.

Höfundar sýningar eru Guðjón Ingi Hauksson sagnfræðingur og Guðmundur Viðarsson ljósmyndari.  Ljósmyndir eru úr einkasöfnum,  Ljósmyndasafni Reykjavíkur, frá Morgunblaðinu og Þjóðminjasafni Íslands

 

Allar ábendingar eru vel þegnar í tölvupósti: 

midbakkisyning@gmail.com

 

Einnig er hægt að nálgast nánari upplýsingar á vefsíðu sýningarinnar: https://myndskopun.wixsite.com/2019syning

 

Það er von höfunda að sýningin sé í senn fróðleg og veki forvitni áhorfanda um að afla sér frekari upplýsinga og fróðleiks um þennan horfna tíma í sögu landsins.

 

Sýningin opnar á Sjómannadaginn og stendur til októberloka við Miðbakka Reykjavíkurhafnar.

poster1.png
spjald2.png
bottom of page